Rauða borðið

Rauða borðið

By: Gunnar Smári Egilsson

Language: is

Categories: News, Politics, Daily

Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Episodes

Mánudagur 15. desember - Týnd börn, stjórnmál, hávaði, sjálfsvíg og tónlist
Dec 15, 2025

Mánudagur 15. desember Týnd börn, stjórnmál, hávaði, sjálfsvíg og tónlist Jón K. Jacobsen, faðir drengsins sem dó á Stuðlum, ræðir við Björn Þorláks um börnin sem kerfið virðist hunsa. Tilefni viðtalsins er sláandi viðtal við mæðgin í síðustu viku hér á Samstöðinni um fíkn, geð, úrræði og úrræðaleysi. Hann ræðir dapurleg örlög margra barna og ungmenna sem eru vistuð á Stuðlum og meðferðarúrræðið Yes We Can. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur ræðir stöðu stjórnar og minnihluta sem og fram...

Duration: 04:09:42
Synir Egils 14. des - Samgöngur, fæðingarorlof, EES, Trump, Evrópa og þingið
Dec 14, 2025

Sunnudagurinn 14. desember Synir Egils: Samgöngur, fæðingarorlof, EES, Trump, Evrópa og þingið Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Andrea Sigurðardóttir blaðamaður á Mogganum, Benedikt Erlingsson leikstjóri og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og ræða fréttir vikunnar og ástand samfélagsins. Við förum síðan yfir stöðuna á Alþingi á aðventunni. Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar, Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Guðm...

Duration: 02:32:19
Föstudagur 12. desember - Vikuskammtur: Vika 50
Dec 12, 2025

Föstudagur 12. desember Vikuskammtur: Vika 50 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstjóri, Teitur Atlason starfsmaður Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, Vera Wonder Sölvadóttir leikstjóri og Þórdís Gísladóttir rithöfundur og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af stórkarlalegum yfirlýsingum, nýjum og gömlum hneykslismálum, dagsskrárlegum ákvörðunum, afsökunarbeiðnum og öðrum óvæntum uppákomum.

Duration: 01:32:03
Fimmtudagur 11. desember - FRÉTTATÍMINN
Dec 11, 2025

Fimmtudagur 11. desember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Laufey Líndal segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 01:07:06
Fimmtudagur 11. desember - Börn í vanda, reynsluboltar, lögfræði, Evrópa og áfengi um jól
Dec 11, 2025

Fimmtudagur 11. desember Börn í vanda, reynsluboltar, lögfræði, Evrópa og áfengi um jól Grímur Atlason hjá Geðvernd bregst við máli drengsins Hjartar og móður hans, Hörpu Henrýsdóttur, sem Samstöðin fjallaði um í gær. Grímur segir í samtali við Björn Þorláks mikið vanta upp á að börn sem lendi í geðheilbrigðisvanda séu varin. Oddný Harðardóttir, fyrrum fjármálaráðherra og þingmaður, Lárus Guðmundsson varaþingmaður og Guðmundur Andri Thorsson ræða fréttir og tíðarandi líðandi stundar. Pólitíkin, skólameistaramálið, samgöngur, Jú...

Duration: 04:23:42
Miðvikudagur 10. desember - FRÉTTATÍMINN
Dec 10, 2025

Miðvikudagur 10. desember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Páll Ásgeir segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 01:13:02
Miðvikudagur 10. desember - Húsnæðislán, fíkn og sjálfskaði, þjóðaröryggi og ungt fólk í pólitík
Dec 10, 2025

Miðvikudagur 10. desember Húsnæðislán, fíkn og sjálfskaði, þjóðaröryggi og ungt fólk í pólitík Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræðir við Gunnar Smára um málið sem samtökin töpuðu fyrir Hæstarétti i dag, önnur mál sem enn eru útistandandi og hvaða afleiðingar þessi mál hafa fyrir hinn ómögulega húsnæðislánamarkað sem Íslendingar búa við. Harpa Henrysdóttir, móðir í Reykjavík, og Hjörtur, 17 ára gamall sonur hennar, segja Birni Þorláks áhrifamikla sögu af baráttu sonarins við vanlíðan, fíkn og sjálfskaða. Hjört...

Duration: 02:41:52
FRÉTTATÍMINN 9. desember
Dec 10, 2025

Þriðjudagur 9. desember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:57:02
Rauða borðið 9. des - Jarðgöng, ofbeldi og útlendingaandúð, þjóðaröryggi og þjóðskald
Dec 09, 2025

Þriðjudagur 9. desember Jarðgöng, ofbeldi og útlendingaandúð, þjóðaröryggi og þjóðskald Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum formaður VG og fjármálaráðherra, gagnrýnir vissa þætti í Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá segir hann fleiri mál orka tvímælis, sem stuðli að auknu ójafnræði meðal borgaranna, hinum efnaminni í óhag. Björn Þorláks ræðir við Steingrím. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, Linda Dröfn Gunnarsdóttir, ræðir hvort aukin útlendingaandúð hér á landi sem víða í veröldinni, kunni að hafa áhrif á starfsemi Kvennaathvarfsins. Björn Þorláks ræðir við Lindu. Valur Ingimundarson prófessor ræðir um öryggis...

Duration: 03:28:50
FRÉTTATÍMINN 8. desember
Dec 08, 2025

Mánudagur 8. desember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 01:00:33
Rauða borðið 8. des - Galdrar, íslenska, fréttir og þjóðaröryggisstefna
Dec 08, 2025

Mánudagur 8. desember Galdrar, íslenska, fréttir og þjóðaröryggisstefna Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og deildarforseti á Bifröst, skrifaði doktorsritgerð sína um galdrafárið á Íslandi. Nú sendir hún frá sér skáldsögu byggða á takmörkuðum heimildum um líf fólks sem sent var á bálið. Hún segir Gunnari Smára frá Glæður galdrabáls. Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, ræðir við Gunnar Smára um kröfu Landsspítalans til starfsmanna um íslenskukunnáttu, en yfirstjórn spítalans hefur ákveðið að enginn starfsmaður verði ráðinn n...

Duration: 04:32:59
Synir Egils 7. des - Pólitískt hneyksli, jarðgöng, risa og fall flokka, fjölmiðlar og öryggisstefna
Dec 07, 2025

Sunnudagurinn 7. desember Synir Egils: Pólitískt hneyksli, jarðgöng, risa og fall flokka, fjölmiðlar og öryggisstefna Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þær Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknar, Eyrún Magnúsdóttir stofnandi Gímaldsins og Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata og ræða fréttir vikunnar og pólitíkina; skólastjóramál, samgönguáætlun, fjárlög, stöðu flokka í könnunum til þings og borgar, veik...

Duration: 02:13:27
Rauða borðið - Helgi-spjall: Ása Helga
Dec 06, 2025

Laugardagur 6. desember Helgi-spjall: Ása Helga Ása Helga Proppé Ragnarsdóttir er gestur Sigurjóns Magnúsar í Helgispjalli Samstöðvarinnar að þessu sinni. Ása er menntaður leikari og kennari. Hún er enn starfandi við Háskóla Íslands. Ása var í hópnum sem stofnaði leiklistarskólann SÁL. Í þrjú ár stjórnaði Ása Stundinni okkar í Ríkissjónvarpinu. Síðan beindist áhugi hennar að kennslu sem hún menntaði sig til. Afkomendur hennar eru listrænir. Ýmist í leiklist og hljóðfæraleik. Ása er glaðlynd og skemmtileg kona.

Duration: 01:02:53
Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 49
Dec 05, 2025

Föstudagur 5. desember Vikuskammtur: Vika 49 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Freyja Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur, Tómas Þór Þórðarson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingkona Vinstri grænna og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af uppþotum, horfnum jarðgöngum, blóðfórnum í stríði, gömlum og nýjum hneykslismálum, ólíkri gæfu stjórnmálaflokka og mörgu öðru.

Duration: 01:31:14
FRÉTTATÍMINN 4. desember
Dec 04, 2025

Miðvikudagur 3. desember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Björn Þorláks og Páll Ásgeir Ásgeirsson segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:58:45
Rauða borðið 4. des - Pawel, engin göng, Rreynsluboltar, heilaskaði, fæðingarorlof og íslenskan
Dec 04, 2025

Fimmtudagur 4. desember Pawel, engin göng, Rreynsluboltar, heilaskaði, fæðingarorlof og íslenskan Pawel Bartoszek formaður utanríkismálanefndar ræðir við Gunnar Smára um öryggismál Íslands og Evrópu, framtíð Nató og aukin útgjöld Íslands vegna stríðsins í Úkraínu. Eyþór Stefánsson er í hópi íbúa fyrir austan sem furða sig á forgangsröðun stjórnvalda er kemur að jarðgangagerð. Hann ræðir í tilfinningaríku samtali við Björn Þorláks hug Seyðfirðinga. Blaðamennirnir Helga Arnardóttir, Ágúst Borgþór Sverrisson og Steingerður Steinarsdóttir ræða mál skólastjóra Borgarholtsskóla, samgönguáætlun, Úkraínu, o...

Duration: 04:52:19
FRÉTTATÍMINN 3. desember
Dec 03, 2025

Miðvikudagur 3. desember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Björn Þorláks og Páll Ásgeir Ásgeirsson segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 01:06:31
Rauða borðið 3. des - Trump, oflækningar, íslenskan, fátækt og Fríða
Dec 03, 2025

Miðvikudagur 3. desember Trump, oflækningar, íslenskan, fátækt og Fríða Er Trump orðinn rumur, þreyttur og gamall? Við ræðum þetta meðal annars í Trumptíma dagsins. Sveinn Máni Jóhannesson doktor í sagnfræði, Frosti Logason ritstjóri Nútímans og Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði ræða við Gunnar Smára um Trump og áhrif hans á heiminn. Ólafur Þ. Ævarsson geðlæknir ræðir með hispurslausum hætti stöðu geðheilbrigðis, lækningar, oflækningar, lyfjanotkun, fíkn og fordóma við Björn Þorláks. Ólína Kjerúlf Þorvarardóttir, prófessor og deildarforseti á B...

Duration: 05:02:08
Rauða borðið 2. des - Ríkið styrkir Viðskiptaráð, fjölmiðlar, Úkraína og rafmagnsþörf
Dec 02, 2025

Þriðjudagur 2. desember Ríkið styrkir Viðskiptaráð, fjölmiðlar, Úkraína og rafmagnsþörf Kristján Þórður Snæbjarnarson þingmaður Samfylkingarinnar ræðir við Sigurjón Magnús um framlög ríkisins til áróðursmaskína fyrirtækja- og fjármagnseigenda. Jón Trausti Reynisson blaðamaður á Heimildinni og Ólafur Arnarson, blaðamaður á DV ræða ástandið í fjölmiðlaheiminum og blaðamennskuna í kjölfar skertrar fréttaþjónustu. Björn Þorláks spyr þá hvort þeir eigi von á róttækri innspýtingu fyrir blaðamennskuna í vikunni þegar Logi Einarsson ráðherra sýnir á spilin. Hilmar Þór Hilmarsson fer yfir stöðuna í friðarviðræð...

Duration: 03:18:33
FRÉTTATÍMINN 2. desember
Dec 02, 2025

Þriðjudagur 2. desember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 01:05:02
FRÉTTATÍMINN 1. desember
Dec 01, 2025

Mánudagur 1. desember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 01:00:14
Rauða borðið 1. des - Píratar, njósnarit, stjórnsýsla, innkaup og börn
Dec 01, 2025

Mánudagur 1. desember Píratar, njósnarit, stjórnsýsla, innkaup og börn Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns er fyrsti formaðurinn sem píratar hafa valið sér. Hán ræðir áherslur, stefnu, hvað fór úrskeiðis fyrir síðustu þingkosningar og fordóma í samtali við Björn Þorláks. Gunnar Smári ræðir við Helen Ólafsdóttur öryggissérfræðing um njósnarit (spyware) sem gera stjórnvöldum, leyniþjónustum og einkafyrirtækjum mögulegt að fylgjast með öllum, einkum þeim sem viðkomandi skilgreina sem andstæðinga. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur svarar fyrir ás...

Duration: 03:03:35
Synir Egils 30. nóv - Nató, fjölmiðlar, atvinna, leikskólar, jafnrétti, öryggi
Nov 30, 2025

Sunnudagurinn 30. nóvember Synir Egils: Nató, fjölmiðlar, atvinna, leikskólar, jafnrétti, öryggi Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þær Guðrún Johnsen prófessor og deildarforseti viðskiptadeildar á Bifröst, Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og ræða fréttir vikunnar og stöðu samfélagsins; fjölmiðla, jafnrétti, atvinnustefnu, Evrópu og ma...

Duration: 02:30:21
Rauða borðið - Helgi-spjall: Andrea Jónsdóttir
Nov 29, 2025

Laugardagur 29. nóvember Helgi-spjall: Andrea Jónsdóttir Andrea Jónsdóttir er flestum kunn. Hún ræðir við Maríu Lilju um tónlistina, uppvöxtinn, leiðina til manns og hvernig við ættum öll að reyna að skilja hvort annað betur.

Duration: 01:13:37
Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 48
Nov 28, 2025

Föstudagur 28. nóvember Vikuskammtur: Vika 48 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Unnur Andrea Einarsdóttir, fjöllistakona, Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Thelma Harðardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í borgarbyggð og Eldar Ástþórsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna. Þau ræða fréttir vikunnar með Maríu Lilju.

Duration: 00:58:58
FRÉTTATÍMINN 27. nóvember
Nov 27, 2025

Fimmtudagur 27. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:59:30
Rauða borðið 27. nóv - Nató, heimilisleysi, reynsluboltar, fallnir múrar og íslenskan
Nov 27, 2025

Fimmtudagur 27. nóvember Nató, heimilisleysi, reynsluboltar, fallnir múrar og íslenskan Soffía Sigurðardóttir hernaðarandstæðingur ræðir við Maríu Lilju um hernaðarbandalagið m.t.t. frétta dagsins. Einar Ingi Kristinsson og Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir tala um reynslu sína af götunni. Ragnheiður Davíðsdóttir ræðir við þau. Fjölmiðlakonan Sirrý Arnardóttir, Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður og Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafgélags Íslands fara yfir helstu mál. Fúin kerfi, pólitíkin, hernaður og fleira verður til umræðu. Björn Þorlá...

Duration: 03:52:39
FRÉTTATÍMINN 26. nóvember
Nov 26, 2025

Miðvikudagur 26. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:57:34
Rauða borðið 26. nóv - Sjókvíar, lögfræði, fasismi, skipulag, dánaraðstoð og gagnrýni
Nov 26, 2025

Miðvikudagur 26. nóvember Sjókvíar, lögfræði, fasismi, skipulag, dánaraðstoð og gagnrýni Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur bregst við stuðningi atvinnuvegaráðherra við sjókvíaeldi í Mjóafirði og ræðir við Björn Þorláks um skaðsemi sjókvíaeldis. Gísli Tryggvason ræðir í samtali við Björn Þorláks málalok ríkislögreglustjóra, makríldeilu,. rifrildi Moggans og ráðherra, greiðslufall Norðuráls, lögmann sem situr í fangelsi og fleiri lögfræðileg álitaefni. Pontus Järvstad doktor í sagnfræði ræðir við Gunnar Smára um fasisma tuttugustu aldar og stjórnmálahreyfingar...

Duration: 04:46:13
FRÉTTATÍMINN 25. nóvember
Nov 25, 2025

Þriðjudagur 25. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:55:35
Rauða borðið 25. nóv - Úkraína, rakari, höfundur og listarými
Nov 25, 2025

Þriðjudagur 25. nóvember Úkraína, rakari, höfundur og listarými Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um tillögupunkta Donald Trump sem hann telur að geti stöðvað stríðið í Úkraínu. Er það raunhæft? Þorberg Ólafsson hefur klippt og rakað í heil 60 ár og er enn að. Hann fer yfir feril sinn og breytingar sem orðið hafa. Þá verða tengslin sem skapast oft milli hárskera og kúnna til umræðu í samtali Þorbergs við Björn Þorláks. Katrín Júlíusdóttir var eitt sinn ráðherra en hún er líka rithöfundur og fagnar útkomu nýrrar bókar þ...

Duration: 03:04:18
FRÉTTATÍMINN 24. nóvember
Nov 24, 2025

Mánudagur 24. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Björn Þorláks og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:58:17
Rauða borðið 24. nóv - Réttindabót, loftslagsmálin, sorgin, íslenskan og ungskáld
Nov 24, 2025

Mánudagur 24. nóvember Réttindabót, loftslagsmálin, sorgin, íslenskan og ungskáld Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ ræðir við Gunnar Smára um úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk og um gildi þess að samningur sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur verið lögleiddur. Hallgrímur Óskarsson framkvæmdastjóri Carbon Iceland gerir upp COP-ráðstefnuna. Minni áhersla er lögð á vistvænan samgöngumáta en margir hefðu kosið og sitthvað bendir til bakslags. Hallgrímur segir þó allt of snemmt að örvænta. Björn Þorláks ræðir v...

Duration: 03:10:34
Synir Egils 23. nóv - Evrópusambandið, friðartilboð, okurvextir, húsnæði og pólitískar sveiflur
Nov 23, 2025

Sunnudagurinn 23. nóvember Synir Egils: Evrópusambandið, friðartilboð, okurvextir, húsnæði og pólitískar sveiflur Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Ólína Þorvarðardóttir prófessor og deildarforseti á Bifröst, Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins og Halla Gunnarsdóttir formaður VR og ræða fréttir vikunnar og stöðu mála hér heima og erlendis. Við ræðum síðan Evrópusambandið við tvo heiðursmenn: Ögmundur Jó...

Duration: 02:33:34
Rauða borðið - Helgi-spjall: Arndís Anna
Nov 22, 2025

Laugardagur 22. nóvember Helgi-spjall: Arndís Anna Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir sinnir lögmennsku eftir feril sem þingmaður. Áður vann hún lengi fyrir Rauða krossinn. Hún ræðir í helgi-spjalli við Björn Þorláks líf sitt og brennandi áhuga á málum sem hún lætur sig varða.

Duration: 02:09:27
Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 47
Nov 21, 2025

Föstudagur 21. nóvember Vikuskammtur: Vika 47 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari, Steinunn Ólína Hafliðadóttir myndlistarkona, Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður og Brynja Elísabeth Halldórsdóttir dósent og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af upphlaupi, leyndarskjölum, verndartollum, vaxtaokri og allskyns veseni.

Duration: 01:29:18
FRÉTTATÍMINN - 20. nóvember
Nov 20, 2025

Fimmtudagur 20. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Laufey Líndal segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:56:54
Rauða borðið 20. nóv - Reynsuboltar, friðarplan, krabbamein, gervigreind og skáldið
Nov 20, 2025

Fimmtudagur 20. nóvember Reynsuboltar, friðarplan, krabbamein, gervigreind og skáldið Sigurjón Magnús tekur á móti reynsluboltum og ræðir um fréttir vikunnar og vettvang dagsins: Viðar Eggertsson leikari, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi skemmta hvort öðru og okkur með spjalli um daginn og veginn. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir friðarplan Trump við Gunnar Smára og hvort honum takist að troða því ofan í kokið á Úkraínu og Evrópu. Hannes Rúnar Hannesson varaformaður Krafts og Melkorka Matthíasson sem starfar hjá Ljósinu ræða við Ragnheiði Davíðsdóttur um...

Duration: 04:18:01
FRÉTTATÍMINN 19. nóvember
Nov 19, 2025

Miðvikudagur 19. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:54:04
Rauða borðið 19. nóv - Trump, Gaza, stöðnun, kjólar og spegill þjóðar
Nov 19, 2025

Miðvikudagur 19. nóvember Trump, Gaza, stöðnun, kjólar og spegill þjóðar Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi og Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur koma í Trumptímann hjá Gunnari Smára og ræða áhrif Epsteins-skjalanna á Trump, stuðning MAGA-hreyfingarinnar við hann og hvernig staða efnahagslífsins er að grafa undan honum. Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur ræðir við Gunnar Smára um samþykkt öryggisráðsins varðandi Gaza, hvaða vit er í þeirri samþykkt og hvort það sé líklegt að hún leiði til friðar og uppbyggingar á Gaza. Sig...

Duration: 03:37:27
Þriðjudagur 18. nóvember - FRÉTTATÍMINN
Nov 18, 2025

Þriðjudagur 18. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Björn Þorláks og María Lilja segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:50:39
Rauða borðið 18. nóv - Útlendingaólög, um Kristrúnu, embættismennska og utanveltumaður
Nov 18, 2025

Þriðjudagur 18. nóvember Útlendingaólög, um Kristrúnu, embættismennska og utanveltumaður Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lögmaður ræðir nýleg frumvörp um útlendinga og setur hina meintu óreiðu málaflokksins í samhengi. María Lilja ræðir við hana. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor ræðir stjórnartíð Kristrúnar Fostadóttur forsætisráðherra og ríkisstjórnar hennar við Björn Þorláksson þeir spá í hvernig kjörtímabilið þróast m.t.t. ESB og alþjóðamála. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur og Þorvaldur Ingi Jónsson stjórnsýslufræðingur ræð...

Duration: 03:28:06
Rauða borðið 17. nóv - Borgarstjóri, siðferði, löggan, ný skáldsaga og kvikmynd
Nov 17, 2025

Mánudagur 17. nóvember Borgarstjóri, siðferði, löggan, ný skáldsaga og kvikmynd Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svarar gagnrýnum spurningum almennings og Samstöðvarinnar um stjórn Reykjavíkur. Mjög hár kostnaður við stjórnsýslu, skipulagsmál, umferðarhnútar, leikskólamálin og fleira verður til umræðu. Björn Þorláks ræðir við Heiðu og miðlar spurningum frá almenningi. Henry Alexander Henrysson heimspekingur ræðir siðferðisleg álitamál, svo sem lausn á óráðsíu ríkislögreglustjóra. Hvað er dæmigert og hvað er sérstakt við það mál? Þá leitast He...

Duration: 04:15:46
FRÉTTATÍMINN 17. nóvember
Nov 17, 2025

Mánudagur 17. nóvember FRÉTTATÍMINN Björn Þorláks, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:48:46
Synir Egils 16. nóv - Pólitík, tollar, ríkislögreglustjóri, sorgir og sigrar
Nov 16, 2025

Sunnudagurinn 16. nóvember Synir Egils: Pólitík, tollar, ríkislögreglustjóri, sorgir og sigrar Það verður góðmennt í þætti dagsins. Af nógu er að taka á vettvangi dagsins. Lögreglan, ógnir í efnahagslífinu, setur EB tolla á járnblendið. Í pólitíkinni er margt að gerast. Það blæs ekki byrlega fyrir gömlu valdaflokkana, Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Hvað þurfa þeir að gera? Efnahagsmálin munu verða í brennidepli nú sem fyrr. Gestir verða þau Erla Hlynsdóttir, blaðamaður, Sigtryggur Ari Jóhannsson, blaðamaður og ljósmyndari, Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrum aðstoðarmaður ráðherra og Stefán Pálsson, s

Duration: 01:15:32
Rauða borðið - Helgi-spjall: Guðrún Jóhanna
Nov 15, 2025

Laugardagur 15. nóvember Helgi-spjall: Guðrún Jóhanna Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir er skólastjóri söngskólans. Hún er líka mezzosopran og hefur sungið víða um heim. Eiginmaður hennar er af erlendu bergi brotinn og covid reyndist örlagavaldur í þeirra lífi. Björn Þorláks ræði við Guðrúnu Jóhönnu í helgi-spjalli vikunnar.

Duration: 01:56:19
Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 46
Nov 14, 2025

Föstudagur 14. nóvember Vikuskammtur: Vika 46 Gestir þáttarins í dag eru Vala Árnadóttir stjórnmálafræðinemi og aktívisti, María Pétursdóttir formaður Húsnæðishóps ÖBÍ og listakona, Lárus Guðmundsson, fyrrum knattspyrnuhetja -og miðflokksmaður og Svala Ragnheiðar- Jóhannesardóttir formaður Matthildarsamtakanna. Björn Þorláks hefur umsjá með umræðunni. Ræddar verða fréttir líðandi stundar, þjóðmál og tíðarandi. Gæludýr, moskítóflugur, efnahagsmál, svelt kerfi og fleira áhugavert ber á góma.

Duration: 01:14:47
FRÉTTATÍMINN 13. nóvember
Nov 14, 2025

Fimmtudagur 13. nóvember FRÉTTATÍMINN María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi og fá til sín góða gesti en með þeim í hljóðveri er Pétur Eggerz en þar að auki lítur Hildur Ýr Viðarsdóttir, framkvæmdstjóri Húseigendafélagsins við í gegnum fjarfundarbúnað. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:44:04
Rauða borðið 13. nóv - Háskólafólk, reynsluboltar, blindrasýn og Gunnar Gunnars
Nov 13, 2025

Fimmtudagur 13. nóvember Háskólafólk, reynsluboltar, blindrasýn og Gunnar Gunnars Gauti Kristmannsson prófessor í þýðingafræðum og deildarforseti íslensku og menningardeildar og Brynja Elísabeth Halldórsdóttir Gudjonsson dósent í gagnrýnum menntunarfræðum bæði við Háskóla Íslands ræða við Maríu Lilju um fyrirhugaðar breytingar á dvalarleyfum til nema utan Evrópu. Styr hefur staðið um fullyrðingar dómsmálaráðherra þess eðlis að nemendur frá Pakistan, Nígeríu og Ghana misnoti háskólana til að fá dvalarleyfi hér á landi. Háskólafólk kannast hreint ekki við slík athæfi. Reynsluboltarnir Ólafur Arn...

Duration: 03:08:57
FRÉTTATÍMINN 12. nóvember
Nov 12, 2025

Miðvikudagur 12. nóvember FRÉTTATÍMINN María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:47:00
Rauða borðið 12. nóv - Námslán, Trumptíðindi, Græningjar og staðreyndirnar
Nov 12, 2025

Miðvikudagur 12. nóvember Námslán, Trumptíðindi, Græningjar og staðreyndirnar Lísa Margrét Gunnarsdóttir forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta ræðir breytingar á námslánakerfinu og fyrirhugaða hækkun skrásetningargjalda. Eru námslán hægt og sígandi á útleið sem félagslegt úrræði? Margt bendir til þess þrátt fyrir betrumbætur. Björn Þorláks ræðir við Lísu Margréti. Sagnfræðingarnir Guðmundur Hálfdanarson og Magnús Helgason og hagfræðingurinn Þorsteinn Þorgeirsson fara yfir Trumptíðindin með Gunnari Smára, kosningar og Hæstarétt, tolla og tilskipanir og aðra átaklínur byltingar Trump...

Duration: 03:26:14
FRÉTTATÍMINN 11. nóvember
Nov 11, 2025

Þriðjudagur 11. nóvember FRÉTTATÍMINN María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi og fá til sín góðan gest, Stefán Jón Hafstein. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:46:41
Rauða borðið 11. nóv - Vaxtasturlun, alþjóðamál, Grænland og ritlist
Nov 11, 2025

Rauða borðið 11. nóvember 2025 Vaxtasturlun, alþjóðamál, Grænland og ritlist Hver eru viðbrögð Neytendasamtakanna við viðbrögðum bankanna hvað varðar húsnæðislán í kjölfar dóms um vexti í Hæstarétti? Breki Karlsson leggur spilin á borðið í samtali við Björn Þorláks. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir heimsókn Orban Ungverjaforseta til Trump í Washington og aðrar sviptingar í heimsmálunum í samtali við Gunnar Smára. Valur Gunnarsson sagnfræðingur segir Gunnari Smára frá leyndardóminum um örlög og endalok byggðar norrænna manna á Grænlandi. Ágúst Guðmundsson, höfundur bíómyndan...

Duration: 02:49:58
FRÉTTATÍMINN 10. nóvember
Nov 10, 2025

Mánudagurinn 10. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:50:25
Rauða borðið 10. nóv - Hatursofbeldi, tónlistatöfrar, skítamix, Katla og helgimyndir
Nov 10, 2025

Mánudagur 10. nóvember Hatursofbeldi, tónlistatöfrar, skítamix, Katla og helgimyndir Margrét Valdimarsdóttir dr. í afbrotafræðum og dósent félagsfræði við HÍ fjallar um rannsóknarverkefni á hatursofbeldi ungs fólks í Reykjavík og afsögn lögreglustjóra. María Lilja ræðir við hana. Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Magnea Tómasdóttir söngkona og tónlistarkenni ræða þau kraftaverk sem tónlist hefur á mannsheilann - ekki síst þegar þegar heilsan bilar. Björn Þorláks ræðir við þær. Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir segja Gunnari Smára frá leikritinu...

Duration: 03:55:21
Synir Egils 9. nóv - Atvinnuþref, vaxtakrísa, húsnæðisekla, menningarstríð og sósíalismi
Nov 09, 2025

Sunnudagurinn 9. nóvember Synir Egils: Atvinnuþref, vaxtakrísa, húsnæðisekla, menningarstríð og sósíalismi Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Kjartan Sveinsson formaður Landssambands smábátaeigenda, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir blaðamaður og Arna Lára Jónsdóttir þingkona og ræða atvinnulíf, vaxtakrísu, húsnæðiseklu, efnahagslægð, menningarstríð og stöðuna í stjórnmálunum. Þá spyrjum við hvort sigur Zohran Mamdani í New York muni hafa áhrif á vinstrið annars staðar, meðal annars h...

Duration: 02:33:30
Rauða borðið - Helgi-spjall: Björk Vilhelms
Nov 08, 2025

Laugardagur 8. nóvember Helgi-spjall: Björk Vilhelms Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi og baráttukona mætir í morgunkaffi við Rauða borðið og er það María Lilja sem tekur á móti henni. Þær ræða um tilveruna þá og nú, fjölskylduna, stóra og litla sigra og sitthvað annað um lífsins ólgusjó.

Duration: 01:36:36
Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 45
Nov 07, 2025

Föstudagur 7. nóvember Vikuskammtur: Vika 45 Gestir Maríu Lilju eru að þessu sinni þau Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, Halldóra Mogensen, fyrrum þingmaður Pírata og formaður Samtaka um mannvæna tækni og Dr. Sólveig Ásta Sigurðardóttir rannsóknasérfræðingur.

Duration: 01:17:46
FRÉTTATÍMINN 6. nóvember
Nov 06, 2025

Fimmtudagur 6. nóvember - FRÉTTATÍMINN María Lilja, Sigurjón Magnús og Laufey Líndal segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:48:42
Rauða borðið 6. nóv - Jamaíka, reynsluboltar, kynlífsverkafólk, Birta og skotveiðimenn
Nov 06, 2025

Fimmtudagur 6. nóvember Jamaíka, reynsluboltar, kynlífsverkafólk, Birta og skotveiðimenn Claudia A. Wilson segir Laufeyju Líndal frá eftirleik fellibylsins Melissu sem reið yfir eyjarnar í Karabíska hafinu í síðustu viku. Claudia ólst upp á eynni Jamaíku og segir okkur frá samfélaginu þar sem nú bíða ýmsar áskoranir. Bogi Ágústsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir ræða fréttir og tíðaranda líðandi stundar, efnahagsmál, trúverðugleika opinberra stofnana, umhverfismál, nýjan borgarstjóra í New York og fleira. Björn Þorláks hefur umsjón með þættinum. Ari Logn frá Rauðu regnhlífi...

Duration: 03:20:52
FRÉTTATÍMINN 5. nóvember
Nov 05, 2025

Mánudagur 5. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 01:02:23
Rauða borðið 5. nóv - Trump/Mamdani, lögreglubrot, gervigreind, réttur settur og börn
Nov 05, 2025

Miðvikudagur 5. nóvember Trump/Mamdani, lögreglubrot, gervigreind, réttur settur og börn Sagnfræðingarnir Guðmundur Hálfdanarson og Sveinn Máni Jóhannesson fara yfir pólitíska sviðið í Bandaríkjunum með Gunnari Smára eftir sigur Demókrata í öllu því sem kosið var um, ekki síst góðan sigur Zohran Mamdani verðandi borgarstjóra í New York. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, Eva Hauksdóttir, lögmaður og Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við HÍ ræða við Maríu Lilju um hvað gerist þegar lögreglan brýtur lög. Þór...

Duration: 03:56:12
FRÉTTATÍMINN 4. nóvember
Nov 05, 2025

Mánudagur 4. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:51:11
Rauða borðið 4. nóv - New York, kynfræðsla í kirkjum, ástin, stóriðja og gölluð hús
Nov 04, 2025

Þriðjudagur 4. nóvember New York, kynfræðsla í kirkjum, ástin, stóriðja og gölluð hús Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir stjórnmálafræðingur, ráðgjafi og aðjunkt á Bifrösty ræðir um borgarstjórnarkosningar í New York við Gunnar Smára þar sem kannanir benda til að Zohran Mamdani, yfirlýstur sósíalisti, verði kjörinn borgarstjóri. Skúli S. Ólafsson prestur í Neskirkju og Bjarni Karlsson prestur siðfræðingur á sálgæslustofunni Hafi ræða við Gunnar Smára um kynfræðslu í fermingarfræðslu, dýrðarljómann og holdið. Leikararnir Kristín Þorsteinsdóttir, Heiðdís Hlynsdóttir og Rakel Ýr Stefá...

Duration: 04:23:10
FRÉTTATÍMINN 3. nóvember
Nov 03, 2025

Mánudagur 3. nóvember FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:55:40
Rauða borðið 3. nóv - RÚV, húsnæðismál, Súdan og menntun
Nov 03, 2025

Mánudagur 3. nóvember RÚV, húsnæðismál, Súdan og menntun Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar Rúv, segir í samtali við Björn Þorláks að tekið verði upp aðhald hjá Ríkisútvarpinu til að stöðva hallarekstur. Skilja má á máli hans að eitthvað verði um uppsagnir. Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS ræðir áhrif húsnæðisaðgerðapakka ríkisstjórnarinnar á leigjendur við Maríu Lilju. Páll Ásgeir Davíðsson lögfræðingur hefur starfað fyrir alþjóðastofnanir víða, meðal annars í Súdan. Hann segir Gunnari Smára frá mannúðarkrísunni...

Duration: 02:46:49
Synir Egils 2. nóv - Pólitíkin, Íslenskan og gervigreindin
Nov 02, 2025

Sunnudagurinn 2. nóvember Synir Egils Vettvangur dagsins: Ragnar Þór Ingólfsson þingmaður Flokki fólksins Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins Íslenskan í hættu? Guðrún Nordal prófessor Arnar Eggert Thoroddsen aðjúnkt Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur

Duration: 01:36:00
Rauða borðið - Helgi-spjall: Ársæll Arnarson
Nov 01, 2025

Laugardagur 1. nóvember Helgi-spjall: Ársæll Arnarson Ársæll Arnarson prófessor ræðir listina að vera leiðinlegt foreldri. Hann segir frá sjálfum sér og leitast við að kryfja samfélagið í helgi-spjalli með Birni Þorláks. Hagur barna er Ársæli hugstæður og ber margt á góma.

Duration: 01:58:45
Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 44
Oct 31, 2025

Föstudagur 31. október Vikuskammtur: Vika 44 Gestir Maíru Lilju í vikuskammti eru þau Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi Katla Ásgeirsdóttir og Valgerður Þ. Pálmadóttir, kennari í Háskóla Íslands í kynjafræði og hugmyndasögu.

Duration: 01:22:20
Fimmtudagur 30. október - Argentína, húsnæði, Dúlla í löggunni, heimsmálin og víma
Oct 30, 2025

Fimmtudagur 30. október Argentína, húsnæði, Dúlla í löggunni, heimsmálin og víma Felix Woelflin segir Gunnari Smára frá pólitísku ástandi í Argentínu eftir ágætan sigur flokks Milei forseta í aukakosningum til þings. Hvaðan kemur Milei og hvers vegna vilja svona margir treysta honum fyrir stjórn landsins? Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna fer yfir húsnæðispakkann sem ríkisstjórnin i gær með Gunnari Smára. Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur segir Gunnari Smára frá bók sinni Fröken Dúlla, sögu Jóhönnu Knudsen, sem er alræmd vegna ra...

Duration: 04:17:00
FRÉTTATÍMINN 30. október
Oct 30, 2025

Fimmtudagur 30. október FRÉTTATÍMINN Laufey Líndal, María Lilja, Björn Leví og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:45:39
FRÉTTATÍMINN 29. október
Oct 29, 2025

Mánudagur 29. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:52:17
Rauða borðið 29. okt - Húsnæðismál, beittir pistlar, Trumptíminn, reynsluboltar og dauðinn
Oct 29, 2025

Miðvikudagur 29. október Húsnæðismál, beittir pistlar, Trumptíminn, reynsluboltar og dauðinn Breki Karlsson ræðir húsnæðismálin, grun um samráð í sorpþjónustu og fleiri mál sem brenna á landsmönnum í viðtali við Björn Þorláks. Felst einhver spenna – jafnvel háski – í því að vera borgaraleg kona en skrifar beitta pistla og gagnrýna um þjóðmál, stundum svo svíður undan? Sif Sigmarsdóttir rithöfundur og pistlahöfundur svarar þeirri spurningu í samtali við Björn Þorláks. Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur og Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi ræða við Gunnar Smára um Trum...

Duration: 04:02:51
FRÉTTATÍMINN 28. október
Oct 28, 2025

Þriðjudagur 28. október Spilling, snjórinn, hagfræði, loftsteinn og bernskan Jódís Skúladóttir, fyrrum þingkona, segir mál ríkislögreglustjóra vekja margar spurningar og kalla á rannsókn. Hún ræðir í samtali við Björn Þorláks einnig löskuð heilbrigðiskerfi sem fólki er boðið upp á, segir að mennsku og þjónustu hafi hrakað og ber saman íslenskan veruleika við Norðurlöndin. María Lilja skellti sér í kraftgallann og óð út í skaflana til að taka púlsinn á borgarbúum sem voru misvelundirbúnir fyrir snjóinn. Er lofsteinn á leið til jarðar? Sævar Helgi Bragason eða stjörnu Sævar kemu...

Duration: 00:49:06
Rauða borðið 28. okt - Spilling, snjórinn, hagfræði, loftsteinn og bernskan
Oct 28, 2025

Þriðjudagur 28. okt. 2025 Spilling, snjórinn, hagfræði, loftsteinn og bernskan Jódís Skúladóttir, fyrrum þingkona, segir mál ríkislögreglustjóra vekja margar spurningar og kalla á rannsókn. Hún ræðir í samtali við Björn Þorláks einnig löskuð heilbrigðiskerfi sem fólki er boðið upp á, segir að mennsku og þjónustu hafi hrakað og ber saman íslenskan veruleika við Norðurlöndin. María Lilja skellti sér í kraftgallann og óð út í skaflana til að taka púlsinn á borgarbúum sem voru misvelundirbúnir fyrir snjóinn. Er lofsteinn á leið til jarðar? Sævar Helgi Bragason eða stjörnu Sævar kemur t...

Duration: 03:23:48
FRÉTTATÍMINN 27. október
Oct 27, 2025

Mánudagur 27. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:47:22
Rauða borðið 27. okt - Hávaði, kapítalisminn, stóru málin og rammaáætlun
Oct 27, 2025

Mánudagur 27. október Hávaði, kapítalisminn, stóru málin og rammaáætlun Íbúar á Álfsnesi í reykjavík mótmæltu hávaða við skotvelli og höfðu loks betur í máli sem þau höfðuðu. Björn Þorláks ræðir við þrjá íbúa, Kristbjörn Haraldsson, Önju Þórdísi Karlsdóttur, Sigríðu Ingólfsdóttir og Ólaf Hjálmarsson hljóðverkfræðing um þýðingu úrskurðarins og baráttuna að baki. María Lilja fær Pétur Eggerz, tæknifræðing og aktívista í spjall um Gaza og fara þau yfir hvernig ástandið þar tengist uppgangi fasimsa hér á lan...

Duration: 03:03:22
Bridgeþátturinn 26. október - EINMENNINGUR
Oct 26, 2025

Bridgeþátturinn 26. október EINMENNINGUR María Haraldsdóttir Bender og Páll Þórsson briddspilarar ræða endurvakið Íslandsmót í einmenningi, muninn á skák og bridds, Úrvalsdeildina, styrkleika og veikeika og fleiri skemmtileg mál. Björn Þorláks hefur umsjá með þættinum.

Duration: 00:36:18
Synir Egils 26. okt - Kvennabarátta, áföll í atvinnulífi, menningarstríð og alvöru stríð
Oct 26, 2025

Sunnudagurinn 26. október Synir Egils: Kvennabarátta, áföll í atvinnulífi, menningarstríð og alvöru stríð Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar, Helga Vala Helgadóttir lögmaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og ræða fréttir vikunnar og stöðu mála. Síðan koma þau Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingkona Samfylkingarinnar, Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar og Sigurður Örn Hilmarsson þingmaður Sjálfstæð...

Duration: 02:25:25
Laugardagur 25. október Helgi-spjall: Bergsveinn Birgisson
Oct 25, 2025

Laugardagur 25. október Helgi-spjall: Bergsveinn Birgisson Bergsveinn Birgisson fræðamaður, rithöfundur og Strandamaður segir frá fortíð sinni og sýn sinni á framtíðina, vegleysum nútímans og trú sinni á húmanismann sem gæti verið að gleymast.

Duration: 02:24:49
FRÉTTATÍMINN 23. október
Oct 23, 2025

Fimmtudagur 23. október FRÉTTATÍMINN María Lilja, Sigurjón Magnús og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:46:48
Rauða borðið 23. okt - Kvennaverkfall, réttur, konur, bræður og piparmeyjar
Oct 23, 2025

Fimmtudagur 23. október Kvennaverkfall, réttur, konur, bræður og piparmeyjar Það er kvennaverkfall á morgun en ekki allar konur hafa kost á því að taka þátt. Oft er rætt um konur af erlendum uppruna í þessu samhengi. Jasmina Vasjovic, stjórnmálafræðingur ræðir við Maríu Lilju um málið. Vaxtamálið, Ný stjórnarskrá, áfengi og börn, mál Steinþórs Gunnarssonar, þvingunarfækkun sveitarfélaga og sigur blaðamanns gegn sveitarfélagi verða til umræðu í þættinum Réttur er settur. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir þessi mál í samtali við Björn Þorláks. Hlín Agnarsdóttir höfundur og leikkonurnar Rós...

Duration: 03:46:40
Miðvikudagur 22. október - FRÉTTATÍMINN
Oct 22, 2025

Miðvikudagur 22. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Laufey Líndal segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 01:00:09
Rauða borðið 22. okt - Stjórnarskrá, baráttubíó, breytingarskeiðið, kyn og gervitónlist
Oct 22, 2025

Miðvikudagur 22. október Stjórnarskrá, baráttubíó, breytingarskeiðið, kyn og gervitónlist Hvar er nýja stjórnarskráin? 13 ár eru liðin síðan Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Hjörtur Hjartarson ræðir við Björn Þorláks. Barði Guðmunds­son og Hrafn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir eru höfundar heimildarmyndarinnar Bóndinn og verksmiðjan sem fjallar um baráttu Ragnheiðar Þorgrímsdóttur á Kúludalsá gegn mengun frá álverinu í Hvalfirði. Þau segja Gunnari Smára frá myndinni auk annarra verka. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri...

Duration: 03:27:21
FRÉTTATÍMINN 21. október
Oct 22, 2025

Þriðjudagur 21. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:45:19
Rauða borðið 21. okt - Jarðir, heimsmál, Gaza, framboð og poppmúsík
Oct 21, 2025

Þriðjudagur 21. október Jarðir, heimsmál, Gaza, framboð og poppmúsík Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill takmarka möguleika erlendra aðila til að kaupa landsvæði á Íslandi. Hún ræðir málið í samtali við Björn Þorláks, sem og íslenskuna, börnin okkar og fleiri auðlindir. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer í samtali við Gunnar Smára yfir öryggismál Evrópu eftir afdrifaríkt símtal þeirra Trump og Pútín og hver staða Evrópu er í aðdraganda fundar þeirra í Búdapest. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland Palestína flytur Mar...

Duration: 04:14:57
FRÉTTATÍMINN - 20. október
Oct 20, 2025

Mánudagur 20. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:48:51
Rauða borðið 20. okt - Sundabraut, umhverfismál, flóttafólk, fjölmiðlar og transréttindi
Oct 20, 2025

Mánudagur 20. október Sundabraut, umhverfismál, flóttafólk, fjölmiðlar og transréttindi Gauti Kristmannsson prófessor og varaformaður Íbúafélags Laugardals og Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur og íbúi í Grafarvogi ræða við Maríu Lilju um áætlun vegagerðarinnar um að gera sundabraut að brú og áhrifin sem það kann að valda til framtíðar. Hallgrímur Óskarsson hjá Carbon Iceland og Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar ræða vindorku og umhverfismál í þröngu og víðu samhengi. Björn Þorláks ræðir við þau. Málþing fór fram á vegum Landverndar um helgina þar sem rætt v...

Duration: 03:48:33
Sunnudagurinn 19. október Synir Egils: Pólitík, skautun, leikskólar, okur, vopnahlé og verkfall
Oct 19, 2025

Sunnudagurinn 19. október Synir Egils: Pólitík, skautun, leikskólar, okur, vopnahlé og verkfall Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Eiríkur Örn Norðdahl skáld og rithöfundur, Drífa Snædal talskona Stígamóta og Lára Zulima Ómarsdóttir almannatengill og ræða fréttir vikunnar og stöðu samfélagsins, hér heima og erlendis. Síðan koma þau, Ásta Lóa Þórsdóttir þingkona, Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Róbert Marshall aðs...

Duration: 02:23:16
Rauða borðið - Helgi-spjall: Diddi Frissa
Oct 18, 2025

Laugardagur 18. október Helgi-spjall: Diddi Frissa Sigurður Friðriksson, oftast kallaður Diddi Frissa, er goðsögn í lifanda lífi. Hann fór ungur til sjós, varð farsæll skipstjóri, hætti að drekka og skipti yfir í ferðaþjónustu þar sem hann hefur stigið ný skref sunnan heiða sem norðan milli þess sem hann syndir í vötnum og í sjónum. Björn Þorláks ræðir við Didda í helgispjalli Samstöðvarinnar.

Duration: 02:00:25
Föstudagur 17. október - Vikuskammtur: Vika 42
Oct 17, 2025

Föstudagur 17. október Vikuskammtur: Vika 42 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Brynhildur Stefánsdóttir snyrtifræðingur og bóndi, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Máni Pétursson umboðsmaður og Margrét Hugrún Gústavsdóttir Björnsson mannfræðingur og gusumeistari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af dómsmálum, vopnahléi, langferðum, sigrum og stórgróða.

Duration: 01:36:29
Fimmtudagur 16. október - FRÉTTATÍMINN
Oct 16, 2025

Fimmtudagur 16. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 01:01:48
Rauða borðið 16. okt - Neytendur, heimsmálin, heimildamynd, Rauði þráðurinn og siðlaus áfengissala
Oct 16, 2025

Fimmtudagur 16. október Neytendaógnir, heimsmálin, ný heimildamynd, Rauði þráðurinn og siðlaus áfengissala Við hefjum leik á neytendamálum og nokkuð óvæntum snúningi á dómi Hæstaréttar í vaxtamálinu fyrr í vikunni. Arion banki hótar auknum vaxtaálögum á lántakendur vegna dómsins. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum segir í viðtali við Björn Þorláks að um grafalvarlega og mögulega ólöglega merkjasendingu sé að ræða milli bankanna. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir heimsmálin í samtali við Gunnar Smára, stóraukin útgjöld Natóríkjanna til hermála og breytta heimskipan í margpóla heimi. Yrsa Roca...

Duration: 04:04:00
Miðvikudagur 15. október - Kvennaverkfall, vopnahlé, Trump, leiksigur og Laxness
Oct 15, 2025

Miðvikudagur 15. október Kvennaverkfall, vopnahlé, Trump, leiksigur og Laxness Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Sara Stef Hildar baráttukona frá Rótinni og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir jafnréttisfulltrúi hjá ASÍ ræða við Björn Þorláks um kvennaverkfallið um aðra helgi. Helen Ólafsdóttir sérfræðingur í öryggis- og þróunarmálum ræðir um vopnahlé á Gaza við Gunnar Smára, innihald þess sem Donald Trump vill kalla friðarsamninga og viðbrögð á Vesturlöndum við þessum afarkostum sem Palestínumenn standa frammi fyrir. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og...

Duration: 04:29:08
Miðvikudagur 15. október - FRÉTTATÍMINN
Oct 15, 2025

Miðvikudagur 15. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Laufey Líndal segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:46:33
Þriðjudagur 14. október - FRÉTTATÍMINN
Oct 14, 2025

Þriðjudagur 14. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, Sigurjón Magnús og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 01:00:42
Rauða borðið 14. okt - Biskup Íslands, þúsund ára ríkið, skipulögð glæpastarfsemi og nýtt lífsskoðunarfélag
Oct 14, 2025

Þriðjudagur 14. október Biskup Íslands, þúsund ára ríkið, skipulögð glæpastarfsemi og nýtt lífsskoðunarfélag Við hefjum leik á samtali við Guðrúnu Karls Helgudóttir biskup. Ár er liðið síðan hún var vígð í embættið. Hún segist bjartsýn á frið í heiminum þótt tímarnir séu viðsjárverðari en um langt skeið. Hún segist hafa þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hún ákvað að blanda sér í umræðuna eftir alræmdan Kastljóssþátt á dögunum þar sem vegið var að minnihlutahópum. Björn Þorláks ræðir við biskup. Fjallað verður um s...

Duration: 03:45:06
Mánudagur 13. október - FRÉTTATÍMINN
Oct 13, 2025

Mánudagur 13. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi og fá til þess aðstoð gesta: Sara Stef Hildar og Þórarinn Hjartarson setjast við fréttaborðið. Hvert er samhengi fréttanna?

Duration: 00:52:23
Rauða borðið 13. okt - Mataræði barna, ferðaþjónusta á villigötum, ástin, byggðamál og agi í skólum
Oct 13, 2025

Mánudagur 13. október Mataræði barna, ferðaþjónusta á villigötum, ástin, byggðamál og agi í skólum Við hefjum leik á umræðu sem spyr stórra spurninga hvort við séum að leita langt fyrir skammt þegar við leitum lausna við gríðarlegu lyfjaáti barna og ungmenna og vondri andlegri heilsu ungs fólks sem kostað hefur sjö hundruð mannslíf á einum áratug. Vigdís M. Jónsdóttir sálfræðingur vill beina sjónum að mataræðinu umfram annað. Hún segir brýnt að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum eiginlega frá grunni. Björn Þorláks ræðir við hana. Katrín Anna Lund...

Duration: 03:52:32
Synir Egils 12. okt - Vopnahlé, leikskólar, Nóbel, pólitíkin og Framsókn
Oct 12, 2025

Sunnudagurinn 12. október Synir Egils: Vopnahlé, leikskólar, Nóbel, pólitíkin og Framsókn Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Jóna Benediktsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins, Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og Jón Trausti Reynisson ritstjóri Mannlífs og ræða fréttir vikunnar og stjórnmálaástandið. Þeir bræður taka púlsinn á pólitíkinni og síðan kemur Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og ræ

Duration: 02:05:18